Já, já fólk brotnar við ýmsar aðstæður ...

... þó að það hafi nú ekki þótt vera fréttaefni sem slíkt gegnum tíðina ...

... eða hvað? Brotafréttir af fólki á borð við þessar á mbl.is geta sagt lesandanum nr. eitt, að fréttamanninum er uppálagt að koma með fréttir, hvað sem það kostar, ... annars ... þótt að þetta sé kannski svona "ekki frétt."

... man alltaf eftir 'frétt' sem ég fékk snemma á 8. áratugnum, þegar amma kærasta míns lærbrotnaði. Sonur hennar heyrði skellinn uppi, en hann bjó niðri. Gamla konan lærbrotnaði, var flutt á spítala og kom aldrei heim aftur.

... dóttir mín grét mikið eftir einn leikskóladaginn hér um árið. Henni var illt. Og eftir að ég hafði farið með hana upp á slysadeild, kom í ljós að hún var viðbeinsbrotin.

... ég fótbrotnaði einu sinni fyriri utan vinnustaðinn, enda á hlaupum út í hádeginu ...

Fólk brotnar hér og þar og þykir yfirleitt ekki fréttaefni ... nema gúrkutíð sér fyrir hendi í fréttabransanum. 

... en vel á minnst: af hverju heitir þetta gúrkutíð? Þætti gaman ef einhver nennti að gefa mér skýringu á þessu.


mbl.is Úlnliðsbrotnaði við Gullfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband