Ísland er lýðveldi ...

Já, "Íslandi er lýðveldi með þingbundinni stjórn."

Svo hljóðar fyrsta grein Stjórnarskrár Íslands, en það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa lesið stjórnarskrána og séð hana berum augum. En nálgast má stjórnarskrána hjá Dómsmálaráðuneytinu og jafnvel víðar. Þetta plagg fæst frítt, þar sem það liggur frammi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Ingibjörg; jafnan !

Ísland; VAR lýðveldi (1944 - 2008).

Í dag; er Ísland, ómengað 5. heims glæpa ríki; þér, að segja.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 01:17

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Er virkilega sammála þér, tæknilega séð. En undanfarin misseri hef ég skammast mín virkilega, þegar ég uppgötvaði að ég, og við, búum í svokölluðu "bananalýðveldi."

Ég á gerfibanana sem ég hef í ávaxtaskál hér á borðstofuborðinu hjá mér. Og ég er með íslenska fánann (reyndar tvo, ég safna) í vasa úti í glugga. Um daginn hengdi ég bananann á stærri íslenska fánann og var að hugsa um að fara með þetta "skrípi" á tunnumótmælin við Alþingi um daginn. Mér féllust hendur, mér fannst þetta hrikalegt: að horfa uppá íslenska fánann með viðhangandi gulum  banana.

Ég hætti við: setti bananann aftur í skálina og fór aðeins sem áhorfandi á mótmælin. Þetta er hrikalegt: manni finnst erfitt að viðurkenna að maður býr í bananalýðveldi, en þorir ekki að viðurkenna það. Algjör afneitun.

En eftir að hafa skrifað þetta, þá opnast augu mín betur og ég ætla að vera duglegri við "allskonar" - jafnvel bara gefa bí bí brauð, á meðan ég bíð eftir strætó neðst á Hverfisgötunni, en þar bíð ég oft eftir vagninum. - Bestu kvejur Óskar Helgi

Ingibjörg Magnúsdóttir, 20.10.2010 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband