Miskunnsami Samherjinn að verki

Áhugavert að lesa svona frétt af landa okkar sem lenti í þessu lestarslysi í Svíþjóð.

Því þarna reyndi á hin svokölluðu óskrifuðu lög miskunnsama Samverjans, sem felast í því að ef læknir eða sjúkraliði lendir í aðstæðum þar sem reynir á kunnáttu hans eða hennar, að þá liggur viðkomandi ekki á liði sínu.

Sem betur fer slösuðust ekki margir lífshættulega, fyrir utan einn aðila og hugur minn er hjá honum og óska ég honum góðs bata. 

Svona lestarslys geta verið hræðileg, en sem betur fer í þessu tilfelli fengu farþegar að njóta þjónustu miskunnsama Samverjans.

Ég reyni sjálf að leika þetta hlutverk úti í þjóðfélaginu, þó ekki sem Samverjinn (enda ekki læknir), en bara það að geta hjálpað gömlum konum inn og út úr strætisvögnum, það er vonandi betra en ekki neitt.


mbl.is „Hálfgerð sprenging"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband