Stelpan ótrúlega sterkur persónuleiki að hafa lifað þetta af ...

... en mér varð hugsað til hennar fyrr í dag, þar sem skrifað var um væntanlega ævisögu hennar í Fréttablaðinu í morgun. Já, það sem mér varð umhugað um, var að henni var rænt þegar hún var 10 ára. Á þeim aldri er lítil stúlka farin að  móta eigin skoðanir og er jafnvel eigin sjálfsímynd. Kannski varð það henni til lífs. Ef svona maður eins og Prikkópíl hefði rænt stúlku á aldrinum 5 til 9 ára, hefðum við kannski ennþá getað spurt að leikslokum.

Það er meira en nóg fyrir stúlku eins og Natascha að þurfa að segja frá lífi sínu með og í prísund Prokkópílsins, þó að hún sé ekki tilbúin til að greina frá öllu í smáatriðum. Kannski hafa engin smáatriði verið þarna á ferðinni: kannski nægði það Prikkópílnum að hafa hjá sér "litla dúkku" til að hjúfra sig uppvið á kvöldin. Þó að maður ræni stúlkubarni á götu úti, höfum við enga sönnun fyrir því að kynferðislegt ofbeldi liggi þar að baki. Natascha segir að hann hafi barið hana með ýmsum tólum. Það flokkast sem líkamlegt ofbeldi. Ef einhverjar aðrar annarlegar hvatir hafa verið í gangi hjá Prikkópílnum, þá verður það bara að koma í ljós hvort stúlkan hefur þörf fyrri að greina frá því. En málið er að þegar stúlkur verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, að þá bæla þær það með sér, jafnvel árum saman. En það getur enginn lifað við slíkt til eilífðar.


mbl.is Natascha Kampusch las upp úr bók sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband