Hverrar trúar eru konurnar?

Mikil áhersla er lögð á í fréttinni um "amfetamínmálið" hvers lenskar konunar eru: önnur er frá Rússlandi en hin frá Kasakstan.  En báðar frá Þýskalandi; sem sagt með "þýskan ríkisborgararétt."

Þessi frétt er nákvæm og leggur greinilega áherslu á uppruna þeirra sem eiga í hlut eiga.

En hér vantar greinilega mikilvægan þátt inn í fréttina: hverrar trúar eru þessar konur? Ef þær eru trúaðar og/eða trúa á eitthvað yfirhöfuð?

Ég man ekki eftir, eftir að hafa lesið fréttir á mbl.is að ef einhver Íslendingur hafi verið handsamaður fyrir eitthvað, að blaðamaður hafi farið að kafa ofaní ættfræði viðkomandi; hvaðan hann er upprunninn o.s.frv. 

En þegar aðilar af erlendum uppruna verða uppvísir að glæpum, sem þeir gætu hugsanlega orðið dæmdir fyrir, þá veltur blaðamaðurinn sér upp úr frá hvaða landi viðkomandi er, af því þetta er útlendingur. Ég get ekki túlkað þetta á annan hátt en einhvers konar útledndingahatur (man ekki hvað þetta heitir á íslensku), en er kallað að mig minnir á ensku "discrimination."

Ef blaðamaður er að fjalla um þjóðerni, og/eða ekki þjóðerni, þá ætti honum ekki að vera skotaskuld í því að nefna trúarmál viðkoandi kvenna í leiðinni. Því að lesandinn hefur ekki bara áhuga á því að vita um þjóðerni, heldur líka trú, fyrir utan allt annað. 


mbl.is Rússi og Kasakstani í amfetamínmálinu - ekki Litháar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsa að þessi tilhneying stafi af fámenninu og þau áhrif sem það hefur á þjóðarsálina. Væri gaman að sjá hvort mannfræðingar hafi skrifað eitthvað um þetta. Og útlendingahatur/útlendingatortryggni heitir á ensku xenophobia. :)

Arngrímur (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 09:26

2 identicon

"Ég man ekki eftir, eftir að hafa lesið fréttir á mbl.is að ef einhver Íslendingur hafi verið handsamaður fyrir eitthvað"

Opnaðu bara augun það er oft talað um Íslendina sem fremja glæpi.

Hér eru nokkur dæmi um þannig fréttir á mbl.is:

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/16/islendingur_sagdur_a_bak_vid_milljardasvikamyllu_i_/
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/05/islendingur_grunadur_um_mord_i_danmorku/
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/02/islendingur_handtekinn_i_argentinu/
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/23/einn_islendingur_laus_ur_haldi/
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/03/islendingur_sakfelldur_fyrir_skjalafals_i_arosum/
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/15/thrir_handteknir_grunadir_um_innbrot_og_thjofnadi/


Hvað er að því að hafa fréttir nákvæmar. Ég reyndar styð þig alveg í því að það mætti byrta trúarafstöðu líka.
Trúað fólk er nefnilega meira í glæpum en trúleysingjar.

Óli (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:54

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta Arngrímur. Mig grunar nefnilega að landinn fái áfall, þegar utanaðkomandi aðilar eru teknir fyrir glæp hér.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband