Borgarstjóri mismunar gömlum konum.

Borgarstjóri er greinilega ekki meðvitaður um gamlar konur sem þurfa að sinna sínum erindum hversdags. Borgarstjóra varð starsýnt á gamlar konur í peysufötum á 17. júní. Og vorkenndi þeim, af því að þær fengu ekki sæti.

Borgarstjóri er greinilega í þeim hópi manna, og kvenna, sem fara bara niður í bæ, svona spari, á tyllidögum. Þetta fólk veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig dags daglega, og þegar þær gömlu hafa ekki ástæðu til að skarta peysufötunum.

S.l. sunnudag, 13. júní 2010,  datt mér í hug að nú væri endanlega kominn tími til að sparka í Borgarstjórn, sem er einn af rekstraraðilum Strætó bs. Mig langar einmitt til að spyrja hver er stefna rekstrarins gagnvart gömlum konum (reyndar ekki peysufataklæddar, sérstaklega). Og fróðlegt verður að vita hvort einhver innan borgarkerfisins eða á símanum hjá Strætó bs. viti hver er stjórnarformaður Strætó bs., en nýr aðili úr Æ-flokknum var kosinn í þetta nú í vikunni, en það er önnur saga.

Sem sagt, ég var að bíða eftir strætó 13.6. sl. ásamt öðrum á Hverfisgötu. Sú fyrsta sem ætlaði inn í vagninn var gömul kona, sem ég er reyndar vel málkunnug, en því miður ekki peysufataklædd, en hélt á plastpoka í annari og hækju í hinni. Hún átti í mesta basli við að koma sér inn í Strætó bs. Hún reyndi að koma sér inn í vagninn heillengi, en ekkert gekk. Ég stóð fyrir aftan hana, og var alveg til í að bara að lyfta undir hana, upp í vagninn, en kunni ekki við að bjóða fram slíka tilburði. Hélt svo kannski að vagnstjórinn yrði liðlegur og vippaði sér hreinlega úr bílstjóirasætinu og kippti kerlu inn í vagninn. Það hefði verið einfalt. 

En nei takk: ekkert slíkt boð kom frá starfsmanni Strætó bs.

Þetta endaði með því að ég bauðst til að hjálpa ópeysufataklæddri konunni inn í vagninn, með því að hún bakkaði frá, og ég stigi inn í vagninn og kippti henni upp í. Það var samþykkt og ég kippti henni upp í vagninn.

Þar sem ég þurfti að fara út úr vagninum á undan henni, hafði ég áhyggjur af því hvort vagnstjórinn hafi gefið henni nægilegan tíma til að koma sér út úr vagninum ...

En mér er aðallega spurn, hvaða stefnu hefur Strætó bs. gagnvart öldruðu fólki, hreyfihömluðu, sem oft á tíðum á erfitt með að koma sér inn í farartæki Strætó bs.?

Er vagnstjórum kannski bannað að hjálpa öldruðu og hreyfihömluðu fólki inn í vagnana?

En þetta á allt eftir að koma í ljós, annað hvort með svörum við þessu bloggi, eða eftirgrennslan minni við stefnu Strætó bs.

En ljótt er að gömlum konum sé mismunað með tilliti til klæðaburðar.


mbl.is Dagbók borgarstjóra vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl Ingibjörg. Ég tek mikið strætó úr og í vinnu og hef líka tekið eftir þessu. Ég fór aðeins að spyrja útí þetta sem þú skrifaðir og fékk nokkuð góð svör.

Sara Leifs Ferðaþjónusta aldraðra: http://www.straeto.is/serthjonusta/eldri-borgara/

Ferðaþjónusta fatlaðra: http://www.straeto.is/serthjonusta/ferdathjonusta-fatladra

Fæ ekki betur séð en að þessi mál séu í góðu lagi :)

Annars finnst mér að það mætti alveg senda vagnstjóra hjá Strætó á námskeið í kurteisi og samskiptahæfni, og í sumum tilfellum, íslenskunámskeið.

Kv

Henning

Henning Árni (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 11:20

2 identicon

Asnaleg færsla, þú talar eins og það sé ráðabrugg hjá Besta flokknum að koma mismunandi fram við aldraðar konur eftir því hvernig þær eru klæddar og fullyrðir að borgarstjóri komi sjaldan niður í bæ. Ég set hins vegar stórt spurningarmerki við góðmennsku og kurteisi þessa tiltekna strætóbílstjóra, spurning hvort að það sé allt hluti af plani borgarstjóra?

Óþarfi að líta svona dökkum augum á tilveruna

kári (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 11:43

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Henning og takk fyrir þitt innlegg. Ég þykist vita að það er til þjónusta til að flytja eldri borgara þegar þeir þurfa að sinna sínum erindum og fær jafnvel sérstakan "díl" ef það þarf að taka leigubíl.

Ég vil taka það fram að ég tek líka strætisvagna mikið og vagnstjórar eru upp til hópa kurteisir. Sumir eru nýbúar og tala ekki mikla íslensku. Ég virði það, svo framarlega sem þeir eru góðir bílstjorar. Ef ég þarf að spyrja til vega, og vagnstjórinn er útlenskur, leita ég bara til farþega í vagninum; þótt að farþegar séu ekki alltaf upp til hópa Íslendingar eða íslenskumælandi nybýar, þá reddast þetta alltaf á endanum. :=

En það sem ég hef mestar áhyggjur af er að ef gömul kona, eða karl, kemst varla upp í vagninn, en kemst samt, með utanaðkomandi hjálp; hvernig á viðkomandi að komast út úr vagninum á leiðarenda, ef vagnstjórinn er óþreyjufullur og yfirstressaður við að halda tímatöflunni: lokar stjírinn á hana/hann hurðinni af því að hún/hann er svo lengi að koma sér út?

Við sem tökum strætó verðum bara að vera á vaktinni og hjálpa eldra fólki, sem og konum og mönnum með barnavagna, sem nota þennan fararmáta. 

Það er öllum í hag, að vel gangi að nota Strætó bs.
En ég á ennþá eftir að spyrjast fyrir um stefnu fyrirtækisins gagnvart öldruðum farþegum, sem komast varla sjálfir hjálparlaust inn í tækið.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.7.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband