Dapur frétt af dómi í mansalsmálinu. Dómurin dapur og lélegur.

Í frétt um málið segir á mbl.is:

 "Litháarnir fimm voru dæmdir til að greiða 19 ára gamalli litháenskri stúlku, sem var send til Íslands til að stunda vændi, 1 milljón króna í bætur."

Dómurinn er dapur og lélegur. Fimm Litháar eru dæmdir í alvarlegu mansalsmáli. Fórnarlambinu eru dæmdar ein minnjón króna í miskabætur. Þetta er skandall. Og sýnir, enn og aftur linkind íslensks Hæstaréttar.

Eru bara ekki allt of gamlir karlar sem eru hæstaréttarlögmenn í þessu landi?

Í mínum huga á fórnarlambið í þessu máli rétt á að fá skaðabætur í samræmi við fjölda þeirra aðila sem stóðu að málinu: sem sagt fimm milljónir króna; eina milljón per haus, en Hæstiréttur var rétt í þessu bað dæma 5 Litháa fyrir mansal, á einni konu.


mbl.is 5 ára fangelsi fyrir mansal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

1 miljón á haus er ekkert. Þetta gengur ekki lengur með þess konar dóma í 2010. Þessi líður er látinn renna yfir landið hvað eftir annað. Við "vitum" að þetta er aðferð vissra afla til að dreifa athyglinni frá ástandi þjóðfélagsins.

Eyjólfur Jónsson, 17.6.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

OK. Ég skil. Hafði ekki hugsað út í þetta. Sem sagt, alls konar sukku og glæpalýður gengur hér lausum hala, hvað eftir annað, og fær milda dóma. Vissulega dreifið það athyglinni frá aðstæðum bágborinna einstaklinga; enginn virðist taka á þessu nema Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Svona fréttir af mansalsmáli draga einnig athyglina frá stjórn landsins og hversu lin og bágborin hún er. A.m.k. þegar kemur að svokallaðri "skjaldborg heimilinna" eins og Jóhanna auglýsti sig í frægri kosningabaráttu hér fyrir nokkrum mánuðum.

Annað hvort er kreppunni lokið, því að fólk virðist þegja. Eða eitthvað er í uppsiglingu: lognið á undan storminum, kannski?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 17.6.2010 kl. 22:52

3 identicon

Þessi dómur er skandall. Þessir menn fengu pening fyrir að keyra konu frá stað A til stað B og þurfa núna að dúsa 5 ár í íslensku fangelsi. Hvað gerðu þeir svo sem rangt? Þessi kona kom hingað til lands til að stunda vændi á þeim tíma þegar það var leyfilegt að stunda vændi. Hún kom hingað eins síns lið og tók allar ákvörðun sjálfar. Hún breytti einnig sögu sína um svokallaða "mansal" 3-4 sinnum. Samt var hennar frásögn þótt trúverðugleg. Það er satt hún var haldin föngnu í einhverju húsi í Hafnafirðinum í stuttan tíma en það gæti verið vegna þess hún var ekki í andlegu jafnvægi. Það er asnalegt að þessir menn skyldu hafa fengið svona harðan dóm á máli sem var byggt á tilgátu og frásögn truflaðri stelpu. Sannanir gegn Catalínu Mikue Ncogo var miklu meira en samt fékk hún vægari dóm.

Wikipedia (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 01:37

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Allt of vafasamur dómur og langur. Og skaðabæturnar sem konunni voru dæmdar er kostulegur. 30 - 40 milljónir hefðu verið hæfilegar skaðabætur...

Óskar Arnórsson, 18.6.2010 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband