Hillary klikkar ekki - og heldur ekki Clinton kallin - Ein með öllu 17. júní, takk!

Ég hafði t.d. ekki hugmynd um að Bandaríkjamenn hefðu verið fyrstir til að viðurkenna íslenska Lýðveldið, eins og kemur fram hjá Hillary í þjóðhátíðarkveðju hennar. Geri aðirir betur: hversu margir utanríkisráðherrar koma til með að senda okkur þjóðhátíðarkveðju, þá meina ég á netinu, svo allir getið séð? Ekki bara svona formlega kveðju til stjónarráðsins og forsetans í formi sem almenningur fær aldrei að sjá.

Clinton karlinn, klikkar heldur ekki í þessu; þó að Hillarý greyjið hafi fengið titilinn "Clinton" í fyrirsögn þessarar fréttar: ég hélt að fréttin væri um Clinton kallinn sjálfan. En, ekki var það svo: þar var Hillary!!!!

En þrátt fyrir það, þá segi ég að "Clinton klikkar ekki"- Það þarf ekki meira en að fá sér eina meö öllu á BÆJARINS BESTU til að endurnýja orkuna, með einni með öllu - og meira en það: Clinton karlinn verslaði þarna um áriið, eftir að hann hafði keypt sér 'spes' skálar í listamannaveslun á Vesturgötunni. - Og svo kom hann við í Bæjarins bestu og fékk sér "aukbita" ...  En sá sem fær sér aukabita eða kaupir sér eina eða tvær með öllu í Tryggvagötunni - kemst ekki hjá því að sjá mynd af Clinton kallinum þegar hann verlsaði þarna. 

Og hvað karlinn verslaði, þ.e. hvernig hann fékk sína "eina meö öllu" fæst bara vitað með því að mæta sjálfur Bæjarins bestu, kaupa sér eina, og spyrja út í þetta með Clinton. Enda ekki annað hægt; enda hangir mynd af Clinton í lúgu pulsubarsins þegar hann kom þarna um árið.

Góðar stundir og gleðilega hátíð á 17. júní 2010.

P.S. Ég á engra hagsmuna að gæta varðandi reksturinn í pylsuvagninum "Bæjarins bestu"  í Tryggvagötunni. Nema þá að þegar ég versla þar, þá vil ég fá "þessa einu með öllu" góða og soðna í gegn. - En mér finnst yfirleitt gaman að kaupa mér munnbita þarna, enda klikkar bitinn ekki, afgreiðslukonan frábær, og er ein af fáum í heiminum sem getur afgreitt kúnnan um "eina Clinton" - en hún ein veit, ásamt öðrum starfsmönnum pylsuskúrsins, hvað "ein Clinton" felur í sér :)


mbl.is Clinton sendir Íslendingum kveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein með öllu " the American way " Hurray, hurray, hurray!!!

þvílík sæla!!!

Leibbi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:50

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, þvílík sæla!¨Ekki ónýtt á fá karlinn á pulsubarinn til sín. Og svo keypti hann skálar í handverksbúð þarna í nágrenninu. Nei það er sko ekki ónýtt að fá frægt fólk til Ísland til að versla við sig.  - En "the American way" hefði bara verið einhver borgarinn ... en karlinn fékk sér þó SS-pylsu, með sinnepi (og engu meiru skv. Bæjarins bestu). Er til eitthvað meira Amerískt en það eða útlenskara en það (að þora ekki að fá sér eina með öllu nema sinnepi)??   :)

Ingibjörg Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband