Heimilin eru ekki skynsöm, frekar en (verðbréfa)markaðurinn.

Þegar markaðnum er talinn trú um að það sé gróðvænlegt að fjárfesta í hinu eða þessu: þessum banka, þessu fjárfestingarfyrirtæki, að þá er gleypt við því. Þegar einstaklingum sem eru eigengur heimila á Íslandi er talin trú um að það sé hagstætt að taka myntkörfulán/gengistryggð lán til að kaupa sér íbúð, sumarbústað, hjólhýsi, bifreið, að þá gleypir almenningur við því.

Því fór sem fór: krónan hrundi. Og ekki nóg með það: fjölskyldur upp til hópa skuldsettu sig upp í topp. Það er óskynsamleg aðferð. 

Íslendingar virðast ekki hafa þolinmæði til að eiga fyrir hlutunum. Allt virðist vera keypt á afborgunum. Enginn virðist hafa vit á hugtakinu að "leggja fyrir" (þ.e. spara pening til að eiga fyrir einhverju í nánustu framtíð; t.d. fyrir útborgun í íbúð, fyrir utanlandsferð, fyrir bifreið o.s.frv). 

Í þessu ljósi verður að setja bremsu á bankana og fjármálafyrirtækin, sem voru hér á fullu á s.l. áratug að gefa út alls konar greiðslukort til einstaklinga, og veita þeim nánast ótakmarkaðan yfirdrátt, sem var liður í að laða að sér viðskiptin (því að þessir bankar stóðu ekkert svo vel, þegar betur að er gáð) - Nei, það verður að setja þak á hversu mikið banki má lána einstaklingi m.v. greiðslugetu: það þarf sem sagt að endurskoða lög um útlán til einstaklinga og lög um útgáfu greiðslukorta til einstaklinga, og auðvitað fyrirtækja.

Einstaklingar, eins og ég, og svo fyrirtæki, grípa hverja þá gæs sem grípst - Taka hverju gylliboðinu af öðru, burt séð frá greiðslugetu.

Ef ekki er hægt að koma böndum á bankana og setja þeim mörk, þá gildir það sama um einstaklinga og heimilin: þetta heldur áfram að ganga laust og teygja álkuna eins og það getur til að ná inn öllu sem heitir lán, velvild, ívilnun, yfirdráttur, framlenging.

En nú er kominn tími til að setja bæði heimilum, einstaklingum og bönkum mörk.

Þetta gengur ekki lengur. Endar hefur því verið spáð að núverandi fjármálakerfi mun líða undir lok vegna gífurlegrar skuldastöðu: bankar hafa tekið gífurleg lán frá seðlabönkum og öðrum fjármálastofnunum úti um allan heim, og einstaklingar og heimili hafa fengið gríðarlega mikil lán frá bönkum á sínu svæði.

Allt þetta er að fara að hrynja. Fólk stendur ekki undir afborgunum. Það missir íbúðirnar. Íbúðaverð mun fara hríðlækkandi á næstu misserum.


mbl.is Staða heimilanna afar slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og rìkisstjòrnin gerir ekkert til ad hjàlpa heimilunum. Almenningur kann ekki vid ad mòtmæla (thyrfti kannski ad læra thad hjà Grikkjum) og Hæstirèttur lætur althjòd bìda mànudum saman eftir ùrskurdi um òlögmæti myntkörfulànanna.

Steini (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 08:03

2 identicon

Rosalegar alhæfingar eru þetta hjá þér, einglyrnisskoðun á hlutunum.

Ég sá aldrei góðærið (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 09:18

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ef enginn hefur skoðanir, hversu einhæfar þær eru,  þá gerist ekkert. Hvaða skoðanir hefur þú á þessum málaflokki?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 4.6.2010 kl. 01:29

4 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Birgir, almenningur "kann ekki að mótmæla" þess vegna kann hann ekki við að mótmæla. Grikkir kunna þetta. Frakkar kunna þetta (bændur mættu til Parísar á sínum tíma til að mótmæla lágu verði á landbúnaðarvörum); þeir mættu einfaldlega á aðalgötu Parísar, og helltu bara mjólkinni úr brúsunum niður í göturæsið.

Nú ættu Íslendingar einfaldlega að mæta með gluggaumslögin sín og dreifa þeim í mótmælaskyni á Austurvelli.

Nýlega hafa bændur undir Eyjafjöllum orðið fyrir tjóni vegna öskufalls. Þeim er hjálpað í gríð og erg. Veit svo sem ekki hvort þeir fái fjárhagsaðstoð vegna tjónsins. En þeir þurfa margir hverjir að kauða hey fyrir bústofninn.

En kannski verðum við að heyja næstu búsáhaldabyltingu með því að dreifa ösku um Austurvöllinn? Hver veit?

Kannski getum við byltingarsinnar boðist til að kaupa ösku af bændum undir Eyjafjöllum. Þá fá þeir eitthvað uppí auka kostnað við heykaup. En mér er spurn: fá bændur greitt eitthvað úr Viðlagasjóði vegna aukinna útgjalda vegna heykaupa. Eða er þessi Viðlagasjóður ekki til lengur?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 4.6.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband