Orðrómur á vefnum frá haustinu 2008, reynist réttur.

Spjallið á vefnum reyndist kannski betri en engin þerapía, eftir að íslenska fjármálakrísan hófst og felldi Glitni banka. Maður fékk vissulega vægt sjokk og var jafnvel haldinn áfallastreituröskun eftir fall þessa banka. Við gátum spjallað og rætt um þetta hrun Glitnis, og rætt um hina bankana í leiðinni, sem okkur grunaði að væru að fara sömu leið. Ég man að einhvern tíma á þessum dögum, eða vikum, eftir fall Glitnis, var einhver einstaklingur sem sagði að stjórnendur bankans hefðu ekki haft neinn hemil á stærstu eigendum bankans. Og ég minnist líka annarar umræðu um að Fjármálaeftirlitið hafi einnig verið í erfiðleikum með að hafa hemil á þessum banka. Man þetta ekki orðrétt, en skv. Rannsóknarskýrslunni, þá er þetta satt; en ég hafði heldur enga vantrú á þessu á sínum tíma, þó að maður verði að hafa fyrirvara á því sem sagt er og skrifað hér á netinu. En ég er er vísa í umræður mínar og margra annara inni á Malefnin.com sem áttu sér stað haustið 2008.
mbl.is Sprenging í útlánum til FL og Baugs eftir stjórnarskiptin í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt nafn:

Jón Ásgeir Jóhannssom.

AFB (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 04:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband