Lágmarkskrafa að íslenskir stjórnámamenn tali ÍSLENSKU

Var að lesa 7 hefti Rannsóknarskýrslunnar í dag og hnaut um ummmæli Össurar, eins og kemur fram hér í fréttinni, að "dósera." - Össur er að lýsa því þegar Davíð kemur inn á ríkisstjórnarfundinn 30.9.08: "Hann kemur þarna og "dóserar." - Ég velti því fyrir mér hvað þetta merkir. Og Davíð bara ekki dóseraði, en skv. orðum Össurar var hann "ofsalega reyttur og tættur" þegar hann mætti inn á fundinn. Þetta staldraði ég líka við: þegar mikið liggur við, og þegar einstaklingur er undir álagi, og ekkert smáu álagi, því að miklar líkur voru á að jafnvel íslenska ríkið jaðraði á barmi gjaldþrots: þá spyr ég: hver getur sofið, eða hefur tíma, rænu eða orku á að fara í sturtu, greiða sér, eða hafa sig til við slíkar aðstæður? Efast um að ég gæti það, því að orkan færi í að hugsa næsta leik.

En maður gerir kröfu um að stjórnmnálamann, hvað þá ráðherrar, tali íslnensku, þannig að almenningur skilji, þegar þessir ríkisstarfsmenn mæta í Kastljósið og Silfrið og aðra þætti.

Ég hef átt í vðræðum við fólk sem hefur upplifað það sama og ég: að horfa uppá einstaklinga mæta í hina ýmsu þætti og tala þannig mál (lesist= sletta ensku aðallega) að þetta lið er í rauninni ófært um að tala íslensku. Málið að er það eru svo margir þarna úti, sem kunna ekki ensku, en horfa á þessa þætti, þannig að það er miður að ummælendur í spjallþáttum hafa það að kæk að nánast fjórða hvert orð sem fellur af vörum þeirra, sé á erlendu tungumáli. 

Bestu kveðjur, Inga. P.S. Ég á nokkra "sto."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl ekki veit ég það. Þú færð skýringu ég fylgist með, kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2010 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband